
Jæja þá er maður búinn að vera í Florida og má með sanni segja að þetta hafi verið hið besta frí. Þarna var sko legið í sólbaði (ja, fyrir utan Braga sem nennti því ekki), farið í golf, verslað, farið í golf......
Við Bragi fórum í golfkennslu þarna úti og hlakka ég til næsta sumars þegar ég mun mastera sveifluna mína. Þarna voru nefninlega 4 gofvellir og hver öðrum góður. Sérstaklega gaman að þurfa að keyra um á gofkerru.....svona alvöru letilíf :D
Nóg var um í versleríinu en ég var búin að lofa Braga að ég myndi ekki einu sinni fara inn í Victoria´s og stóð ég við það.....klapp fyrir mér.
Í þessar tvær vikur sem við vorum þarna úti fékk ég mér aldrei Starbucks og finnst mér það til skammar. Maður fer ekki til USA án þess að fá sér eins og einn bolla.
Ég má til með að segja frá því að við fórum í Disney World. Fengum við meir að segja að hitta sjálfa músina. Um leið og Hera Dís sá hana hljóp hún strax til hans og gaf honum stórt knús. þetta bræddi alveg mitt hjarta. Bjánarnir við Bragi gleymdum svo kortinu sem innihélt allar myndirnar af þessu. Sem þýðir bara eitt að þegar við förum næst til FLorida að þá verðum við að fara aftur.
Jæja ef ykkur langar til að heyra einhverjar ferðasögur að þá megiði bara hringja í mig annars segi ég bara bless í bili