mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

sunnudagur, október 29, 2006Jæja þá er maður búinn að vera í Florida og má með sanni segja að þetta hafi verið hið besta frí. Þarna var sko legið í sólbaði (ja, fyrir utan Braga sem nennti því ekki), farið í golf, verslað, farið í golf......

Við Bragi fórum í golfkennslu þarna úti og hlakka ég til næsta sumars þegar ég mun mastera sveifluna mína. Þarna voru nefninlega 4 gofvellir og hver öðrum góður. Sérstaklega gaman að þurfa að keyra um á gofkerru.....svona alvöru letilíf :D

Nóg var um í versleríinu en ég var búin að lofa Braga að ég myndi ekki einu sinni fara inn í Victoria´s og stóð ég við það.....klapp fyrir mér.

Í þessar tvær vikur sem við vorum þarna úti fékk ég mér aldrei Starbucks og finnst mér það til skammar. Maður fer ekki til USA án þess að fá sér eins og einn bolla.

Ég má til með að segja frá því að við fórum í Disney World. Fengum við meir að segja að hitta sjálfa músina. Um leið og Hera Dís sá hana hljóp hún strax til hans og gaf honum stórt knús. þetta bræddi alveg mitt hjarta. Bjánarnir við Bragi gleymdum svo kortinu sem innihélt allar myndirnar af þessu. Sem þýðir bara eitt að þegar við förum næst til FLorida að þá verðum við að fara aftur.

Jæja ef ykkur langar til að heyra einhverjar ferðasögur að þá megiði bara hringja í mig annars segi ég bara bless í bili

föstudagur, september 15, 2006

Eiginskvísa ársins!!!

Bragi á afmæli þann 20. september og í tilefni þess ákvað ég að gefa honum mjög veglega afmælisgjöf. Kallinn er jú svolítið fyrir tölvur..... nánar tiltekið er frekar fastur við þetta apparat og má segja að hans grái fiðringur verði við vél..... svo ég ákvað að kaupa eitthvað sem tengdist tölvum. Ekki bara vegna þess að ég veit að hann myndi hafa gaman af því heldur finnst mér ágætt að halda honum við þessar maskínur þegar grái fiðrningurinn kíkir í heimsókn. Það sem að ég fjárfesti í var flakkari sem hægt er að tengja við sjónvarpþ Algjörlega snilldar tæki og gladdi kallinn alveg rosalega. Ég fékk meir að segja úthlutað það viðurnefni "Eiginkona ársins" sem ég var fljót að breyta yfir í "Eiginskvísa ársins".

Annars er Bragi að fara að halda upp á afmælið sitt þann 23,septemer á Pravda og verður kvíkmyndaþema í partýinu. Við erum náttlega búin að finna okkur búninga til að fara í og held ég að við eigum eftir að vera aðal parið á svæðinu :)

Allt gott er að frétta hjá okkur. Hera Dís dafnar alveg rosalega vel og er farin að blaðra og blaðra eins og ég veit ekki hvað. Hennar uppáhalds lög eru upp upp upp á fjall og höfuð herðar hné og tær :) Svo hjálpar hún manni að finna hvað augun eyrun nefið og munnurinn er (svona ef maður hefði gleymt því).

Jæja ætla að halda áfram að vinna og finna til kl. 20 fara svo að vinna meira um helgina og svona gaman.....
Síðan erum við að fara til Florida í október og verðum þar í 2 vikur.....aaaaa ég hlakka til :D

föstudagur, júní 30, 2006

Jæja þá er maður orðin 27 ára og fer að nálgast ðe big þrí ó´

Allavana í tilefni þess að maður fer ekki að yngjast ákvað ég að breyta aðeins til

FyrirEftirHvað finnst ykkur

miðvikudagur, júní 07, 2006

Bubbi Bubbi Bubbi
Ég fór á Bubba tónleikana í gær og þvílík snilld!!!!! Maðurinn er bara geggjaður þó svo ég verð að segja að mér finnst nú nýju lögin hans ekki góð....allt of pólitísk fyrir minn smekk...... en gömlu lögin þ.e. dóp-lögin..... úfffff það er nú bara til að segja omg yfir. Vekur þokkalega upp margar gamlar og góðar minningar.

Annars er allt gott að frétta hér. Er byrjuð að vinna í gleraugnaversluninni Prooptik svo ef þú lesandi góður er í gleraugnakaups hugleiðingum þá mæli ég með því að þú lítir við.

Nú þarf ég að taka sumarpróf og það heil tvö. Það versta við það er hversu lengi það tekur mann að komast aftur í gírinn og byrja að lesa. Ætlaði að lesa jafnt og þétt yfir sumarið svo þetta yrði auðveldara þegar kemru að sjálfum prófunum. Sjitt maður hvað ég fæ mig ekki til að setjast niður og byrja að lesa.......EINHVER RÁÐ

AMNTM er í kvöld og verð ég því að biðja fólk um að hringja ekki í mig á þessum tíma þar sem að þetta er jú heilagur tími.

Jæja ætla að vinna aðeins meir :)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Ég væri alveg til í að vera önnur en ég er....
Var að fá úr prófunum og er ekki með nóg til þess að komast inn á annað ár....veit ekki hvað ég geri núna, er ekki alveg til í að vera á fyrsta ári enn einu sinni. Veit ekki hvað er málið....ég á greinilega ekki að vera í neinu námi heldur föst í einhverri vinnu sem krefst engrar hæfni eða kunnáttu....svona heilalaust starf. Ætli það verði ekki bara ég.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Já já ég veit.... ég er ekkert sérlega góð í þessum blogg heimi. Það er nú reyndar búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að skrifa það allt saman niður, enda yrði það nú heldur leiðinleg lesning.Prófin eru að fara að ljúka og mun ég fara í sumarfrí kl. 16.30 á laugardaginn.....sumarfríið mitt endar að vísu á mánudaginn kl.10.00 því þá er að fara að vinna.Og nú kemur smá væl...... Við erum sem sé búin að vera í prófum og okkur til mikillar hamingju að þá komst stelpan inn á leikskóla. Þegar við erum aðeins búin að vera með hana þar í 2 vikur þá verður hún veik (nánar tiltekið seinasta laugardag). Síðastliðnir dagar eru sem sé búnir að fara í það að læra, halda á henni, þurrka hor (þá frá henni) og sofa ekkert á nóttunni því að hún getur ekki sofið þar sem að hún grætur bara og bara grætur. Í nótt tók ég síðan eftir því að hún var farin að ýta á vinstra eyrað og þá rann það upp fyrir mér að hún væri komin með eyrnabólgu. Bragi fór svo með hana til læknis í dag og staðfesti tilgátu mína. Núna fer þetta vonandi að allt að lagast hjá henni.

Sem stolt móðir verð ég að segja að hún er búin að vera svo dugleg og svo mikill lasarus. Hún t.d. sofnar nánast allstaðar og liggur eiginlega alla daga bara upp í sófa. Skemmtilegast finnst henni þegar við leifum henni að horfa á Stubbana......við hins vegar erum orðin pínu skrítin eftir að hafa horft á þessa Stubba.Jæja ég vona að þetta hafi verið ágæt viðbót inn í þennan bloggheim. Er að spá í að fara að lesa 8. kafla í Introduction to the Practice of Statistics þar sem fjallað verður um Inference for Proportions. Nú eða ég fari út með kústskaft í hendi og æpi á þessa tillitslausu túrista djöfla sem sitja fyrir utan gistiheimilið og eru hlusta á tónlist og tala saman...... hvar er rigningin núna???Vaka segir bless bless

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þá eru fyrstu skrefin komin!!!

Jæja þá eru fyrstu skrefin hennar Heru Dísar komin. Hún er nú ekki áhættu mannsekjan í famelíunni og má segja að hún sé nokkuð lík mömmu sinni með það. Það hefur sko ekki verið henni auðvelt að sleppa höndinni og standa ein, en um leið og hún byrjaði þá kom þetta smátt og smátt. Í dag, voru svo hins vegar tekin 5 skref í einu. 3 af þessum 5 skrefum voru alvöru skref en hin 2 voru meira svona "flýta sér að komast til mömmu svo ég detti ekki á andlitið" skref :)