Á gæsaveiðum þar sem allt grær!!
Laugardagurinn minn byrjaði ósköp rólega. Allt gekk sínum vana gang. Ég var komin með skvísina fram um kl. 9, gaf henni að borða, lét hana leika sér á gólfinu á meðana að ég horfði aðeins á imbann. Smátt og smátt byrjaði ég að taka saman það dót sem að mig grunaði um að gætu komið sér vel hluta dagsins. Um hádegi skunduðu svo inn á stofugólf til mín, 6 hressar skvísur með kanínubúning í annarri hendinni og kampavín í hinni. Mér til mikillrar "undrunnar" þar sem að mig grunaði "ekkert" hvað væri í gangi (fyrir ykkur klúless þarna úti að þá var Ásdís vinkona búin að segja mér frá því hvenær átti að gæsa mig). Var ég vinsamlegast beðin um að klæða mig í kanínubúninginn, skála í kampavíninu og skunda mér út. Þegar út var komin beið okkar einka sjóför (hibb hibb húrra fyrir Vigni, pabba hennar Tótu)og keyrði hann okkur upp í laugardalslaug. Þegar inn var komið var mér tilkynnt það að hingað væri ég ekkert að fara..... og bundu þær þá fyrir augun á mér og henntu mér inn í bílinn aftur. Þegar á leiðarenda, sem var austurvöllur, var komið fékk ég eina mínútu til að hlaupa í burtu á meðan þær bjuggu til ótal marga snjóbolta.... og hófst þá gæsaveiðin :) Gæsin dó nú ekki ráðalaus heldur faldi sig á bak við einhvern saklausann vegfaranda sem tók það að sér að hlífa mér fyrir þessum árásum. Eftir þetta var ég gæsin svolítið móð og var mér því boðið upp á staup inn á Kaffibrennslunni (ekkert athugavert við það að risastór kanína væri þar inni að fá sér staup). Eftir staupin fórum við út og biðum eftir því að við vorum sóttar af fína sjóförinum okkar, tældi gæsin þá alla sem keyrðu fram hjá okkur með mis góðum undirtektum (og er ég meir að segja viss um að einn æfargamall var alveg til í að taka eina kanínu með sér heim). Sjóförinn fór svo með okkur heim til Ingu þar sem við snæddum aðeins og nokkuð um snertingu.....segi ekki meir.... (vísa öllum spurningum á Fríðu) Loks fékk kanínubúningurinn að fjúka þar sem að förinni var næst haldið í stúdíó Þorvalds Bjarna og þar fékk gæsin að upplifa nokkuð sem að hún hefur alltaf langað til að gera. Það söng hún lagið "Þar sem allt grær" og hefur hún því hér með ákveðið að gerast poppstjarna. Fyrsta verkefnið mitt er samt að koma hljómsveitinni Ull á framfæri. Ull var nefninlega stofnað á þessum degi með laginu Dancing Queen, sem við allar sungum og var þetta nafn fyrir valinu þar sem að við erum ekkert plat eins og nælon heldur ekta, eins og ull :D Þetta hefði ekki slegið betur í gegn hjá gæsinni og mun hún seint gleyma þessari lífsreynslu. Eftir að hafa fengið smá búst á frægðarhimininn fór hluti af genginu á Dominos í smá brauðstangir. Þar lentum við á tali við hann Snorra sem er á leið í Kennó og á bróðir sem heitir Jói og....segi meira um sögu hans seinna. Þegar hér var komið sögu var aðeins liðið á daginn og mikið búið að gerast. Var þá förinni haldið á Beggabar í bjór og spjallað um það sem búið var af deginum. Nú til að undirbúa okkur fyrir kvöldið fórum við í heitan pott á snyrtistofu í Breiðholtinu. Þar fékk ég alveg frábært nudd (meir að segja sofnaði og allt). Þegar við vorum búnar að láta líða úr okkur, máluðum við okkur og tróðum okkur í djammgallann. Síðan var ferðinni haldið heim til Karlottu (eða í æðislega íbúð sem mamma hennar og pabbi eiga niður í bæ). Þar var héldum við áfram að skemmta okkur og enduðum svo á Oliver.
Þetta var alveg frábær dagur og frábært kvöld í alla staði. Ég skemmti mér konunglega og mun þetta seint falla mér úr minni. Fyrir verkfræðivinkonur mínar (sem eru í útlöndum) og Helgu "frænku" sem gátu ekki komið að þá voru þið með okkur í vín-anda :D
Takk æðislega fyrir mig stelpur og muniði bara, það á meirihlutinn af ykkur eftir að gifta sig svo ég er með fullt af hugmyndum....múhahaha
Laugardagurinn minn byrjaði ósköp rólega. Allt gekk sínum vana gang. Ég var komin með skvísina fram um kl. 9, gaf henni að borða, lét hana leika sér á gólfinu á meðana að ég horfði aðeins á imbann. Smátt og smátt byrjaði ég að taka saman það dót sem að mig grunaði um að gætu komið sér vel hluta dagsins. Um hádegi skunduðu svo inn á stofugólf til mín, 6 hressar skvísur með kanínubúning í annarri hendinni og kampavín í hinni. Mér til mikillrar "undrunnar" þar sem að mig grunaði "ekkert" hvað væri í gangi (fyrir ykkur klúless þarna úti að þá var Ásdís vinkona búin að segja mér frá því hvenær átti að gæsa mig). Var ég vinsamlegast beðin um að klæða mig í kanínubúninginn, skála í kampavíninu og skunda mér út. Þegar út var komin beið okkar einka sjóför (hibb hibb húrra fyrir Vigni, pabba hennar Tótu)og keyrði hann okkur upp í laugardalslaug. Þegar inn var komið var mér tilkynnt það að hingað væri ég ekkert að fara..... og bundu þær þá fyrir augun á mér og henntu mér inn í bílinn aftur. Þegar á leiðarenda, sem var austurvöllur, var komið fékk ég eina mínútu til að hlaupa í burtu á meðan þær bjuggu til ótal marga snjóbolta.... og hófst þá gæsaveiðin :) Gæsin dó nú ekki ráðalaus heldur faldi sig á bak við einhvern saklausann vegfaranda sem tók það að sér að hlífa mér fyrir þessum árásum. Eftir þetta var ég gæsin svolítið móð og var mér því boðið upp á staup inn á Kaffibrennslunni (ekkert athugavert við það að risastór kanína væri þar inni að fá sér staup). Eftir staupin fórum við út og biðum eftir því að við vorum sóttar af fína sjóförinum okkar, tældi gæsin þá alla sem keyrðu fram hjá okkur með mis góðum undirtektum (og er ég meir að segja viss um að einn æfargamall var alveg til í að taka eina kanínu með sér heim). Sjóförinn fór svo með okkur heim til Ingu þar sem við snæddum aðeins og nokkuð um snertingu.....segi ekki meir.... (vísa öllum spurningum á Fríðu) Loks fékk kanínubúningurinn að fjúka þar sem að förinni var næst haldið í stúdíó Þorvalds Bjarna og þar fékk gæsin að upplifa nokkuð sem að hún hefur alltaf langað til að gera. Það söng hún lagið "Þar sem allt grær" og hefur hún því hér með ákveðið að gerast poppstjarna. Fyrsta verkefnið mitt er samt að koma hljómsveitinni Ull á framfæri. Ull var nefninlega stofnað á þessum degi með laginu Dancing Queen, sem við allar sungum og var þetta nafn fyrir valinu þar sem að við erum ekkert plat eins og nælon heldur ekta, eins og ull :D Þetta hefði ekki slegið betur í gegn hjá gæsinni og mun hún seint gleyma þessari lífsreynslu. Eftir að hafa fengið smá búst á frægðarhimininn fór hluti af genginu á Dominos í smá brauðstangir. Þar lentum við á tali við hann Snorra sem er á leið í Kennó og á bróðir sem heitir Jói og....segi meira um sögu hans seinna. Þegar hér var komið sögu var aðeins liðið á daginn og mikið búið að gerast. Var þá förinni haldið á Beggabar í bjór og spjallað um það sem búið var af deginum. Nú til að undirbúa okkur fyrir kvöldið fórum við í heitan pott á snyrtistofu í Breiðholtinu. Þar fékk ég alveg frábært nudd (meir að segja sofnaði og allt). Þegar við vorum búnar að láta líða úr okkur, máluðum við okkur og tróðum okkur í djammgallann. Síðan var ferðinni haldið heim til Karlottu (eða í æðislega íbúð sem mamma hennar og pabbi eiga niður í bæ). Þar var héldum við áfram að skemmta okkur og enduðum svo á Oliver.
Þetta var alveg frábær dagur og frábært kvöld í alla staði. Ég skemmti mér konunglega og mun þetta seint falla mér úr minni. Fyrir verkfræðivinkonur mínar (sem eru í útlöndum) og Helgu "frænku" sem gátu ekki komið að þá voru þið með okkur í vín-anda :D
Takk æðislega fyrir mig stelpur og muniði bara, það á meirihlutinn af ykkur eftir að gifta sig svo ég er með fullt af hugmyndum....múhahaha
7 Comments:
HAHA Ég er búin að gifta mig þannig að engar hefndir á mig múhahahaha
Hey jó mundu bara að ég kom bara í matinn !!!!!!
já nákvæmlega.... bæti því hér með inn "Begga kom og hitti okkur þrátt fyrir að vera ný búin að eiga"
eeee ég neita alveg að hafa kjaftað í þig ef einhver spyr mig!! .. En mikið hljómar þetta eins og skemmtilegur dagur, vildi óska að ég hefði verið þarna!
Þú verður nú búin að gleyma öllum hugmyndum þegar ég á séns :-) En gaman að það var gaman, hefði svo gjarnan viljað vera með.
Kv. Helga "frænka"
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
það eru komnar myndir á myndasíðuna mína :)
Skrifa ummæli
<< Home