
Frú Vaka Ágústsdóttir
Brúðkaupið að baki og má segja að þetta hafi verið hinn fullkomni dagur. Það var mjög skrítið þegar kirkjudyrnar opnuðust og ég sá alla í kirkjunni vera að horfa á mig. Ég verð nú að segja að ég róaðist mikið þegar ég horfði á Braga standa við altarið. Þá lá við að ég fór að há skæla :) Athöfnin sjálf var alveg yndisleg í alla staði. Bragi bablaði bara þegar presturinn spurði hann hvort að hann vildi taka mig fyrir eiginkonu sína. Hann sagði nú á endanum já.....sem betur fer :D
Veislan var einnig frábær. Ég var viss um að enginn myndi vera með einhverjar ræður eða annað..... en ég hafði sko rangt fyrir mér. það komust ekki einu sinni allir að. Bragi bjó til æðislegt myndband fyrir mig með eftirlætis quote-unum mínum. Ég ákvað að svara fyrir mig með því að syngja fyrir hann.
Eftir veisluna fórum við svo upp í sumarbústað þar sem við eyddum 2 dögum saman. Þegar við komum í bústaðinn var búið að búa um rúmið, setja rósablöð allsstaðar. Alveg yndislegt.
Þessi dagur var sem sé mjög draumkenndur og er ég ekki einusinni viss um hvort að hann hafi gerst eða ekki. Hann var hreynt út sagt æðislegur.
4 Comments:
Innilega til hamingju skvetta! :)
Verðum nú að fara að kíkja í heimsókn... veit.. ég ætlaði sko að vera lööööngu komin en ojæja....
Bestu jóla-,brúðkaups- og nýjárskveðjur
Berglind,Tómas,hundarnir og bumbubúi :)
Innilega til hamingju kæru Bragi og Vaka.
Mikið rosalega er þetta flott mynd!! (snökt, snökt)
(á að vera að læra þannig að ég fór auðvitað blogghringinn hennar Svönu ;-) - fylgist með ykkur öllum úr fjarlægð múhahaha)
Hamingju- og jólakveðjur frá Hrannari, Lindu og Auði Erlu í Árósum.
Til hamingju með brullupið!:)
kv.
Gurrý
þið voruð líka æðsileg ;)
Skrifa ummæli
<< Home