mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

fimmtudagur, janúar 12, 2006

* ég er búin að ákveða það að ég er ekki eiginKONA heldur eiginSKVÍSA
* Náði öllum prófunum og náði meir að segja fyrstu einkun (húrra fyrir mér)
* Er að fara á reunion á laugardaginn. 10 ár síðan maður var táningur (snökt, snökt)
* Hera Dís er kannski komin með tönn og kannski ekki..... málið er í rannsókn
* Er enn í jólafríi, en hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að byrja að læra svo ég nái að dúxa næstu önn :D
* Mér finnst að allir eigi að skrifa undir áskorunin á DV, þvílíka sorprit.... eða kannski á maður ekki að styggja við þeim, það gæti leitt til þess að einn daginn verð ég sett á forsíðuna þeirra sem brjálaða konan í vesturbænum.... hver veit.
* Er verið að mála sameignina svo þetta hús er farið að verða mun smekklegra.
* við hjónin erum ekki viss hvort að við ættum að selja íbúðina eða ekki, fer allt eftir því hvenær við förum út í nám og hvort við gætum ekki leigt þessa íbúð á meira heldur en íbúð í t.d. Hafnarfirði.
* Brjálaðr útsölur allstaðar....... og enginn peningur!!!!

4 Comments:

Blogger Dísa said...

Til lukku með prófin og tönnina... hvar eru myndirnar! :)

11:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

UH hvað er að því að eiga íbúð í Hafnarfirði??? Manni getur nú sárnað :(

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku med einkunirnar... ekkert sma glaesilegt skvisi!
Kvedja
Arndis

1:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með einkunnirnar skvís :) er loksins komin með netið svo að við getum kannski spjallað saman bráðlega ;)

6:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home