mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Jæja það var kominn tími til að ég hripaði eitthvað niður á þessa bloggsíðu mína og þar sem valið var á milli þess að byrja að læra eða skrifa bloggfærslu áð þá..... ja ekki erfitt val:)

Lífið gengur sinn vana gang. Skólinn er á fullu og má segja að ég hafi ekki mikinn tíma til aflögu nema þá helst að sjá um stelpuna, sem by the way er ekki komin á leikskóla eða inn hjá dagmömmu og er það frekar erfitt þar sem að við verðum því að deila skóladögunum á milli okkar og þar að auki höfum aðeins c.a. 3-4 tíma til að læra á dag. Já, ég er frekar svekkt yfir því og vona svo heitt og innilega að hann Dagur (verðandi borgasjóri) eigi eftir að geta gert eitthvað í málunum.

Stelpan hefur það rosa fínt. Er byrjuð að standa upp sjálf og þegar hún nennir að þá skríðir hún á öllum fjórum fótum. Í morgun þegar ég var að gera mig til í skólann þá læddist ég inn í herberið (þar sem að þau sváfu, eða svo hélt ég) að þá heyrði ég allt í einu "hæ". Þá lít ég við og sé Dísina sitja í rúminu sínu að bjóða mömmu sinni góðan daginn. þetta bræddi mig alveg.....

Helgin framundan verður mögnuð. Byrjar á fimmtudaginn þar sem að við erum að fara á árshátið hjá lögræðinni, svo er afmæli á föstudaginn og evrovision á laugardaginn með pabba famelíu, þar sem horft verður á hana Silvíu Nótt vinna. Sunnudagurinn verður svo tekinn með Ránargötustæl eða legið upp í sófa.

Meira hef ég nú ekki að segja í bili. Ætla nú líka að uppfæra síðu Dísarinnar og meir að segja setja inn nokkrar myndir. Endilega líktu við og skrifaðu í gestabókina.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra af ykkur skvís þú verður að vera dugleg að skrifa ;)

4:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kominn timi til!!
Gaman ad fylgjast med ykkur :)

Asdis

2:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home