mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

þriðjudagur, mars 28, 2006

Bjútí is pein..... en ég meina kom on!!!!

Einn dag þegar ég var að skoða mína fallegu leggi tók ég eftir örum vexti af hárum. Kvenremban í mér lét þetta nú ekki fara í taugarnar á sér og sagði ég því við sjálfan mig að ég ætla nú ekki að fegra mína leggi fyrir neinn karl pung. Eftir nokkra daga (já ok, vikur) var ég farin að líta út eins og hinn versti karlmaður og var þá sú ákvörðun tekin, að vaxa þetta strjábýli sem hafði komið sér fyrir á fótum mínum, þegar ég átti erfitt með að greina á milli lappanna minna og lappanna hans Braga....pínu lítið ógeðslegt böt hey.
Eftir þessa erfiðu ákvörðunartöku og jafnvel útskúfun úr kvenréttindafélaginu, var förinni haldið út í búð til að kaup Weed vax (svona sem maður setur í örbylgjuofninn), það var á ágætu verði og fannst mér þetta hin bestu kaup. Átti ég eftir að komast að því að þarna hafði ég svo sannarlega keypt köttinn í sekknum. Þegar heim var komið var þessu "stórglæsilega" weed vaxi troðið inn í örbylgjuofninn og hitað í eina mínútu. Eftir að þessari mínútu lauk skokkaði ég glöð í bragði inn í stofu með "fína" weed vaxið í annarri hendinni og handklæði í hinni. Nú var komið að því.... hárin áttu aðeins rífast upp með rótum með því einu að láta vax stoku yfir löppina og rífa það svo snögglega af... á einstaklega smekklegan hátt. Ég settist á gólfið og gerði mig tilbúna í verkið. Tók vaxið og byrjaði að setja það á löppina á mér. Þá fann ég allt í einu að vaxið var allt, allt of heitt. Í örvæntingu minni greyp ég í handklæðið sem ég hafði tekið með mér og byrjaði að þurka vaxið af. Því miður hafði það engin áhrif og er ég nú með 2. og 3. stigs bruna á löppinni. Þ.e. ég er með blöðrur á löppinni og á einum stað fór skinnið meir að segja af (ekki stór blettur, sem betur fer, en er þarna samt).
Já og nú má byrja að vorkenna mér....
Sumir hefðu nú bara hent þessu bölvaða weed vaxi og gert eitthvað annað til að ná þessum hárum af löppunum, eins og að raka sig. Gerði ég það? Ó nei!!!! Þegar vaxið var orðið kalt kláraði ég verkið með glæsibrag og get ég nú verið ein af hárlausu píunum í skólanum.

Af hverju gerir maður þetta???

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

athyglisvert, áááái

9:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehehehehe já vertu allavega fegin að hafa ekki endað loðnari á löppunum eins og þegar við vorum að reyna að vaxa okkur í fyrsta skipti ;)

9:33 f.h.  
Blogger vaka said...

hehehe já það var sko fyndið, við enduðum með teppabúta fasta við lappirnar og matarolíu til að reyna að ná teppinu af :D

10:50 f.h.  
Blogger Hver er þessi stelpa said...

Mér finnst þú hafa sýnt og sannað fyrir hönd allra kvenna að við erum hetjur!!! Það þýðir ekkert að hætta í miðjum klíðum né þegar á móti blæs :)

5:17 e.h.  
Blogger Dísa said...

Láttu mig þekkja þetta! , Þetta er alveg hreint óþolandi vax um Það bil 10 sec eftir að hitastigið á því er orðið "rétt" þeas þannig að maður brenni sig ekki þá er það orðið of kalt til að vaxa sig með því.. :( .. þess vegna geri ég þetta alveg örsjaldan...:)

5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home