mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

mánudagur, mars 13, 2006

Vegna þess að sænska vinkona mín hefur ekkert að lesa hef ég ákveðið að rita niður nokkuð sem er í kollinum mínum þessa stundina.
Núna er ég að reyna, eftir því sem ég best get, að læra. Ég er alveg orðin yfirfull af kenningum og skilgreiningum að það liggur við að þetta velli allt út úr eyrunum á mér. Svo eru það verkefnin, heimaprófin, krossaprófið, útilegan, skilaverkefnin, flaumþjálfunar verkefni, skýrslurnar.......úúúúffffff..... mig langar í menntó aftur.

Við Bragi vorum að velta því fyrir okkur um daginn hvað við myndum gera ef t.d. Brad Pitt myndi koma til mín og bjóða mér 1 milljón dollara fyrir fá að sofa hjá mér. Við þurftum virkilega að velta þessu fyrir okkur. Hvað myndum við gera? Þetta væru 70 íslenskar milljónir, drauma íbúðin væri komin, skuldir greiddar, 2 bílar, geggjuð brúðkaupsferð, plasma sjónvarp..... bara fyrir eina nótt!!!!
Hvað myndi maður gera?

Heimasætan er svo að verða eins árs á morgun og má þá segja að við hjúin erum búin að borga hana að fullu.
Eitt ár!!! Vá mér finnst eins og það sé sko miklu minna en það.... en hvað tíminn líður hratt.... á gervihnatta öld.

Íbúðin okkar er svo að fara á sölu á morgun svo það er um að gera að fara niður á Fold og kaupa hana :)
Vonandi fáum við eitthvað gott fyrir þessa yndislegu íbúð og vonandi getum við keypt okkur eitthvað fínt fyrir peninginn.... ekki nema við sláum þessum bara upp í kæruleysi og höldum bilað partý fyrir peninginn.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi partý fyrir peninginn ;)

8:47 f.h.  
Blogger Arni... said...

Hvert eruð þið svo a' flytja..?

Til Hamingju með Afmælið Hera Dís..
Skila kveðju Vaka;)

Árni Frændi

2:45 e.h.  
Blogger vaka said...

Við erum að hugsa um að flytja líka í Hafnarfjörðin :D

11:01 e.h.  
Blogger Dísa said...

vá það var fullt af skemmtilegum upplýsingum í þessu bloggi!
Til hamigju með litlu skvísina, og við þurfum að fara að heyrast!!!!

Ásdís

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hej, ég heiti líka Vaka og þú stalst blogg-adressuni sem ég hafði ætlað mér að nota..!

annars tilhamingju með brúðkaupið, afmælið og fæðinguna í draumi...

vaka

p.s sofa hjá brad pitt fyrir plasma sjónvarp...

7:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert að sofa hjá fyrir plasma !!! Held ég mundi ekki einu sinni rukka hann ;o)
En takk fyrir síðast, var ekki daman kát ? Sjáumst svo í næsta ammili á lau...
Hlakka til að fá ykkur í fjörðinn fagra fjörðinn ;o)
kv
Heiða " sys "

10:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sofðu hjá Brad Pitt fyrir milljón - ástin sigrar að lokum eins og þið sjáið í myndinni Indecent Proposal :-)

1:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home