Já já ég veit.... ég er ekkert sérlega góð í þessum blogg heimi. Það er nú reyndar búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að skrifa það allt saman niður, enda yrði það nú heldur leiðinleg lesning.
Prófin eru að fara að ljúka og mun ég fara í sumarfrí kl. 16.30 á laugardaginn.....sumarfríið mitt endar að vísu á mánudaginn kl.10.00 því þá er að fara að vinna.
Og nú kemur smá væl...... Við erum sem sé búin að vera í prófum og okkur til mikillar hamingju að þá komst stelpan inn á leikskóla. Þegar við erum aðeins búin að vera með hana þar í 2 vikur þá verður hún veik (nánar tiltekið seinasta laugardag). Síðastliðnir dagar eru sem sé búnir að fara í það að læra, halda á henni, þurrka hor (þá frá henni) og sofa ekkert á nóttunni því að hún getur ekki sofið þar sem að hún grætur bara og bara grætur. Í nótt tók ég síðan eftir því að hún var farin að ýta á vinstra eyrað og þá rann það upp fyrir mér að hún væri komin með eyrnabólgu. Bragi fór svo með hana til læknis í dag og staðfesti tilgátu mína. Núna fer þetta vonandi að allt að lagast hjá henni.
Sem stolt móðir verð ég að segja að hún er búin að vera svo dugleg og svo mikill lasarus. Hún t.d. sofnar nánast allstaðar og liggur eiginlega alla daga bara upp í sófa. Skemmtilegast finnst henni þegar við leifum henni að horfa á Stubbana......við hins vegar erum orðin pínu skrítin eftir að hafa horft á þessa Stubba.
Jæja ég vona að þetta hafi verið ágæt viðbót inn í þennan bloggheim. Er að spá í að fara að lesa 8. kafla í Introduction to the Practice of Statistics þar sem fjallað verður um Inference for Proportions. Nú eða ég fari út með kústskaft í hendi og æpi á þessa tillitslausu túrista djöfla sem sitja fyrir utan gistiheimilið og eru hlusta á tónlist og tala saman...... hvar er rigningin núna???
Vaka segir bless bless
Prófin eru að fara að ljúka og mun ég fara í sumarfrí kl. 16.30 á laugardaginn.....sumarfríið mitt endar að vísu á mánudaginn kl.10.00 því þá er að fara að vinna.
Og nú kemur smá væl...... Við erum sem sé búin að vera í prófum og okkur til mikillar hamingju að þá komst stelpan inn á leikskóla. Þegar við erum aðeins búin að vera með hana þar í 2 vikur þá verður hún veik (nánar tiltekið seinasta laugardag). Síðastliðnir dagar eru sem sé búnir að fara í það að læra, halda á henni, þurrka hor (þá frá henni) og sofa ekkert á nóttunni því að hún getur ekki sofið þar sem að hún grætur bara og bara grætur. Í nótt tók ég síðan eftir því að hún var farin að ýta á vinstra eyrað og þá rann það upp fyrir mér að hún væri komin með eyrnabólgu. Bragi fór svo með hana til læknis í dag og staðfesti tilgátu mína. Núna fer þetta vonandi að allt að lagast hjá henni.
Sem stolt móðir verð ég að segja að hún er búin að vera svo dugleg og svo mikill lasarus. Hún t.d. sofnar nánast allstaðar og liggur eiginlega alla daga bara upp í sófa. Skemmtilegast finnst henni þegar við leifum henni að horfa á Stubbana......við hins vegar erum orðin pínu skrítin eftir að hafa horft á þessa Stubba.
Jæja ég vona að þetta hafi verið ágæt viðbót inn í þennan bloggheim. Er að spá í að fara að lesa 8. kafla í Introduction to the Practice of Statistics þar sem fjallað verður um Inference for Proportions. Nú eða ég fari út með kústskaft í hendi og æpi á þessa tillitslausu túrista djöfla sem sitja fyrir utan gistiheimilið og eru hlusta á tónlist og tala saman...... hvar er rigningin núna???
Vaka segir bless bless
2 Comments:
Oh já Hildur litla frænka er búin að vera bara með króníska eyrnabólgu frá 6 mánaða aldri þetta er nú meiri djöfullinn ég vona bara að skvísan nái sér fljótlega ;)
já vonandi að hún losni við eyrnabólguna hið snarasta stelpugreiið.
Skrifa ummæli
<< Home