mrs. Vaka ofurmamma

ofurmömmur... júnæt..

miðvikudagur, júní 07, 2006

Bubbi Bubbi Bubbi
Ég fór á Bubba tónleikana í gær og þvílík snilld!!!!! Maðurinn er bara geggjaður þó svo ég verð að segja að mér finnst nú nýju lögin hans ekki góð....allt of pólitísk fyrir minn smekk...... en gömlu lögin þ.e. dóp-lögin..... úfffff það er nú bara til að segja omg yfir. Vekur þokkalega upp margar gamlar og góðar minningar.

Annars er allt gott að frétta hér. Er byrjuð að vinna í gleraugnaversluninni Prooptik svo ef þú lesandi góður er í gleraugnakaups hugleiðingum þá mæli ég með því að þú lítir við.

Nú þarf ég að taka sumarpróf og það heil tvö. Það versta við það er hversu lengi það tekur mann að komast aftur í gírinn og byrja að lesa. Ætlaði að lesa jafnt og þétt yfir sumarið svo þetta yrði auðveldara þegar kemru að sjálfum prófunum. Sjitt maður hvað ég fæ mig ekki til að setjast niður og byrja að lesa.......EINHVER RÁÐ

AMNTM er í kvöld og verð ég því að biðja fólk um að hringja ekki í mig á þessum tíma þar sem að þetta er jú heilagur tími.

Jæja ætla að vinna aðeins meir :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hérna er mín uppástunga: Á Sunnudagskvöldi þá ákveðiru hvaða kvöld í vikunni þú ætlar að læra og þá er erfiðara að svíkjast undan .. settu það á miða og upp á ísskáp og svo strikaru yfir hverja viku sem þú lærir.. virkar alltaf vel að geta strikað eitthvað út ;)

En mundu bara hvað er í húfi ef þú ætlar að fara að svíkjast undan!!! :)

kv.
Ásdís

9:20 f.h.  
Blogger Dísa said...

Já svo getur náttlega samið við hann Braga um að sjá um að henda þér út úr húsi og upp á bókasafn með harðri hendi ;)

11:08 f.h.  
Blogger vaka said...

hehehe já það væri gott ráð :)

Mér líst samt vel á þetta með að plana fyrir vikuna, að lesa þennan kafla á þessum degi osfrv. Verð að fara að taka mig á í þessu :(

2:29 e.h.  
Blogger Dísa said...

já gó gó girl you can do it :) er ekki líka alltaf rigning á klakanum... ekkert sumar sem þú ert að missa af hehe ;)

11:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home